Stærsta gulrótarupptökuvél á Íslandi

voktun_m01i71z6 Fréttir og tilkynningar

Asa Lift gulrótarupptökuvél. Á hverju ári flytur Jötunn inn nokkur tæki og tól fyrir garðyrkjubændur. Um daginn kom á hlaðið hjá okkur stærsta gulrótarupptökuvél á Íslandi en hún er á leiðinni til ræktanda hér í flóanum.  Framleiðandi vélarinnar er Asa Lift en upptökuvélar frá þeim eru mest notuðu vélarnar hérlendis við upptöku á gulrótum. Auk þessarar vélar þá er væntanleg …

Ert þú með bensín í blóðinu og elskar hestöfl og hávaða?

voktun_m01i71z6 Fréttir og tilkynningar

Ert þú með bensín í blóðinu og elskar hestöfl og hávaða? Helgina  12 og 13 September fer fram í Brande í Danmörku keppnin um Evrópumeistaratitillinn í dráttarvéladrætti (tractor pulling). Keppt er í fjölda flokka allt frá smávélum upp í skrímsli sem knúin eru áfram með fjölda sambyggðra bensínmótora eða þotuhreyflum. Við höfum ákveðið að efna til lítillar 16 manna hópferðar …

Bylting í stæðuplasti frá Wepelen

voktun_m01i71z6 Fréttir og tilkynningar

Bylting í stæðuplasti:Í þessari nýju gerð af Wepelen stæðuplasti eru sameinaðar undir og yfirfilma í einum dúk með 6 – 10 sinnum betri þéttni gagnvart súrefnisleka en í eldri gerð. Þetta skiptir miklu máli varðandi gæði fóðurs í stæðum og lystugleika fóðursins.Stæðuplastið er jafnframt mun þynnra en áður og því mun auðveldara í meðförum.

He-Ve loftsáningarvél

voktun_m01i71z6 Fréttir og tilkynningar

Grettir Hjörleifsson verktaki við sáningu á Hrafngili í Eyjafirði. Hér er um að ræða He-Va loftsáningarvél sem er tölvustýrð og alsjálfvirk. Sáning og fullnaðar völtun á sér stað í einni ferð.Vélin er afar einföld í stillingu og mikil nákvæmni í sáningu.  

Samanburður á stórum heyþyrlum – Pöttinger hefur vinninginn

voktun_m01i71z6 Fréttir og tilkynningar

Samanburður á stórum heyþyrlum – Pöttinger hefur vinninginn. Þýska fagtímaritið Profi birti nýlega niðurstöður samanburðar tilraunar á 6 stórum heyþyrlum frá leiðandi evrópskum framleiðendum. Það kemur okkur sem þekkjum Pöttinger ekkert á óvart að Pöttinger hafi komið best út úr þessum samanburði eins og sjá má í samanburðartöflunni hér fyrir neðan.

Öskudagur 2015

voktun_m01i71z6 Fréttir og tilkynningar

Á öskudaginn komu að venju hellingur af krökkum í alls konar búningum í heimsókn og sungu fyrir okkur.   Hér eru myndir af nokkrum af þeim.