Aflvélar ehf endurreisa Jötunn vélar

fanney Fréttir og tilkynningar

Aflvélar ehf, keyptu eignir þrotabús Jötunn véla og forráðamenn Aflvéla ætla að endurreisa félagið á Selfossi. Margir fyrrum starfsmenn Jötunn véla hafa ráðið sig til starfa hjá félaginu og helst því órofin full þjónusta við bændur og aðra viðskiptavini.