Þú getur fyllt út í þessa umsókn hér fyrir neðan en við óskum eftir því að þú prentir hana út og sendir til okkar: Aflvélar ehf - Austurvegur 69 - 800 Selfoss. Að sjálfsögðu er líka hægt að prenta út, skrifa undir, skanna umsóknina inn og senda til okkar í tölvupósti á jotunn@jotunn.is

 

Skilyrði fyrir því að reikningsumsókn sé samþykkt er að viðkomandi sé ekki á vanskilaskrá hjá Creditinfo Ísland. og veiti með undirskrift sinni heimild til að afla upplýsinga um stöðu á vanskilaskrá.

Umsókn um reikningsviðskipti

Greiðsluskilmálar:

Gjalddagi er síðasti dagur hvers mánaðar og eindagi er 10. dagur næsta mánaðar eftir úttekt.  Sé greitt eftir eindaga reiknast vextir frá og með gjalddaga og innheimtukostnaður.  Berist greiðsla ekki á eindaga áskilur Aflvélar ehf. sér rétt til að stöðva frekari úttektir þar til full skil hafa verið gerð.  Allar vanskilakröfur fara í milliinnheimtu hjá Momentum þar sem þær verða í fyrirframákveðnum ferlum.  Þær kröfur sem ekki eru greiddar tveimur mánuðum eftir eindaga verða sendar til löginnheimtu hjá Gjaldheimtunni.

SAMÞYKKI – FYRIR ÖFLUN OG NOTKUN FJÁRHAGSLEGRA UPPLÝSINGA

Ég undirritaður/undirrituð, fyrir hönd ofangreinds viðskiptaaðila, veiti Aflvélum ehf kt. 4801042340 fullt og ótakmarkað umboð til að kalla eftir upplýsingum frá kröfuhöfum sem eru þátttakendur í Skuldastöðukerfi Creditinfo Lánstrausts hf.* og skilar yfirliti sem m.a. inniheldur upplýsingar um fjárskuldbindingar félagsins, þ.m.t. hvort fyrir hendi séu vanskil.

Ég undirritaður/undirrituð samþykki og heimila enn fremur, fyrir hönd ofangreinds viðskiptaaðila, að framangreindar upplýsingar verði nýttar og sóttar í tengslum við ákvörðunartöku um lá­­­­­­nsviðskipti, sem og við eftirlit í tengslum við slík viðskipti enda hafi Aflvélar hef lögvarða hagsmuni af notkun umræddra upplýsinga.

Heimilt er að afturkalla samþykki þetta og skal slík afturköllun taka gildi 30 dögum eftir að Jötunn vélar ehf hefur sannanlega móttekið slíka afturköllun. Þá fellur samþykki þetta úr gildi þegar lánsviðskiptum aðila lýkur. Fram til þess tíma hefur Aflvélar ehf heimild til að sækja og nota þær upplýsingar sem samþykki þetta tekur til að fullnægðum þeim skilyrðum sem fram koma í samþykkisyfirlýsingu þessari.

                                                                                                           F.h.  ­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­____________________________________________

___________________________________                            ­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­_________________________________________________

Staður/dagsetning                                                                             Nafn og kennitala

*Nánari upplýsingar um Skuldastöðukerfi og lánshæfismat Creditinfo Lánstrausts hf., ásamt notkunarreglum, má finna á creditinfo.is