• mf5600-gallery8
  • mf5600-gallery3
  • mf5600-gallery4
  • mf5600-gallery5
  • mf5600-gallery6
  • mf5600-gallery7
Placeholder

Hreinn Kraftur & Afköst

5600 línan frá Massey Ferguson gefur þér val á milli þriggja eða fjögurra strokka, þannig getur þú valið þá aflþörf, hjólhaf, stærðir og þyngdir sem hentar þeim verkum sem þú ætlar vélinni. Dráttarvélin setur staðalinn fyrir afl og tog í sínum stærðarflokki. Dráttarvélin er mjög lipur og hentar jafnt í vinnu heima fyrir, út á túnum eða á vegi – mjög góð alhliða dráttarvél.

Þriggja strokka

Sparneytna og fyrirferðarlitla AGCO POWER þriggja strokka 3,3 lítra vélin skilar 85 – 105 hestöflum í MF 5600 línunni og sameinar mikil afköst og sparneytni.
Vel útfærð hönnun common-rail innsprautukerfisins og frábært loftflæði í gegnum fjóra ventla/strokk, skilar miklum afköstum og mikilli sparneytni þrátt fyrir að standast allar mengunarkvaðir.

Fjögurra strokka

Fjögurra strokka, 4,4 lítra AGCO POWER vélin skilar 110 – 130 hestöflum. Með aðstoð háþróaðs common-rail innsprautukerfis, ásamt miklu loftflæði í gegnum fjóra ventla/strokk, nær vélin að skila hámarks afli og sparneytni.
Þessi vel útfærða hönnun og smíði þýðir að vélin þarf aðeins að notast við viðhaldsfrían hvarfakút (DOC) til viðbótar við SCR til þess að standast mengunarkvaðir

  • Skipting
  • Skipting 2

Skiptingin

Allar þriggja strokka vélarnar í MF 5600 línunni frá 85hö – 105hö eru með Dyna-4 skiptingunni sem staðalbúnað, á meðan öflugri vélarnar 110hö – 130hö fjögurra strokka vélarnar koma annaðhvort með Dyna-4 eða Dyna-6 gírkassa.

Dyna 4

Notkunarhæfni Dyna-4 skiptingarinnar er áhrifamikil skilar sér í miklum þægindum í stjórnun og meðfærileika. Dyna-4 leyfir algerlega kúplingslausa skiptingu á milli 16 áfram gíra og 16 afturábak gíra. Hægt er að stýra Dyna-4 skiptingunni með vinstri handar skiptingu við stýri, hægri handar T-stöng við beislisstjórnun og í stýripinna ámoksturstækja.

Dyna 6

Þróuð sérstaklega fyrir þessar 110hö – 130hö gerðir, er Dyna-6 skiptingin sérstaklega sniðin til að tækla meira hjólhaf ásamt fjölhæfileika fjögurra strokka vélanna. Ásamt því að vera einkar notendavæn í allri vinnu með moksturstæki er hún einnig mjög skemmtileg í allri vinnu út á túnum.

Húsin

Húsin í MF 5600 er í hæsta gæðaklassa, með stóru mælaborði sem skyggir þó ekkert á hið frábæra útsýni sem lágnefjan hefur uppá að bjóða. Í húsunum eru mörg smáatriði sem saman gera eina heild aðgengileika og möguleika, sem sjá til þess að ekillinn upplifir mikið vinnuhagræði.
Hægt er að klæðskerasauma Essential og Efficient húsin að kröfum hvers og eins. Auðvelt aðgengi inn í byggingar er hægt að tryggja með því að velja staðsetningu húsanna og val á milli Slimline, Visio og venjulegs þaks. Húsfjöðrun er valkostur í allri línunni og fjögurra strokka vélarnar er einnig hægt að fá með framfjöðrun. Meðal annara aukahluta má nefna loftkælingu og val á milli nokkurra loftpúðasætisgerða.

Essential

Essential er grunngerðin af húsum fyrir MF 5600 línuna, en hún er langt frá því að vera laus við þægindi. Eins og við er að búast af Massey Ferguson eru þessi hús blanda af einfaldleika og möguleikum sem nauðsynlegir eru til þess að ná fram afköstum og vinnuhagræði án mikilla fágunar

Efficient

Með það að markmiði að auka afköst með sínum aukahlutum, Efficient pakkinn auðveldar ekilnum að vinna hraðar og meira ásamt því að auka nákvæmni. Efficient húsgerðin er fáanleg með öllum fjögurra strokka 110hö – 130hö vélununm í MF5600 línunni, hægt er að fá þær ýmist með Dyna-4 eða Dyna-6 skiptingu og AutoDrive er staðalbúnaður.

  • Essential
  • Efficient
  • Efficient

Ámoksturstæki

MF 5600 línan er hönnuð með MF 900 ámoksturstækin í huga. Þessi hönnunarforsenda hefur gert það að verkum mörg atriði í hönnun og smíði ámoksturtækja og vélar sameinast á skemmtilegan hátt.

Tækjaramminn

Auðvelt er að taka tækin af vélinni og setja aftur á, sem gerir vélina jafn hentuga í heyskapinn, jarðræktina og gegningar.

Fjölhæfi stýripinninn

Eitt af því sem einkennir vélina er barkastýring á ámoksturstækjum sem gerir þau sérstaklega nákvæm. Í handfangi eru takkar fyrir gírskiptingu, vendigír og þriðjasviðið. Þannig er öll vinna á ámoksturstækjum einstaklega góð þar sem óþarfi er að færa til hendur til að skipta um gíra eða akstursátt.
Kúpling
Hægt er að stilla vélina þannig að óþarfi er að ýta á kúplingspedala, aðeins þarf að ýta á bremsupedalann. Þannig er hægt að stjórna vélinni með aðeins öðrum fæti.

Frambúnaður

Frambúnaður vélanna er samþjappaður og hefur lítil sem engin áhrif á lipurð vélarinnar sérstaklega í hliðarhalla. Framlyftan getur lyft allt að 2.500 kg og ræður þannig við þau tæki sem henta þessari stærð af dráttarvél.
Hægt er að læsa báðum hásingum aðeins með því að ýta á takka, sem tryggir grip við allar aðstæður.

Vökvakerfi & Aflúttak

58 lítrar/mínútu af vökva er til reiðu fyrir lyftur og vökvasneiðar. Nægt flæði og þrýstingur til þess að lyfta þungum búvélum eða snúa vökvarótorum. Hægt er að auka flæði til lyftubúnaðar og ámoksturstækja upp í 100 lítra/mínútu með því að sameina vökvakerfin í vélinni.
Aflúttak er gangsett með raf/vökvabúnaði. Lyftustjórnun á afturbrettum er staðalbúnaður en einnig er hægt að fá aflúttaksrofa á afturbretti.

Plægingartölvan

Plægingarstýring á afturlyftur eru það sem gerði Massey Ferguson af því sem það er í dag, og er Massey Ferguson enn í farabroddi hvað þetta varðar. ELC kerfið er hárnákvæmt og auðvelt að stýra lyftubúnaði nákvæmlega, hvort sem verið er að vinna í jarðvegsvinnu eða heyskap.

Viðhald

Einföld þjónusta minnkar álag í viðhaldi vélanna, sem gefur þér tíma í önnur verk.
Loftsía fyrir húsin er auðvelt að fjarlægja og þrifa. Sporöskjulaga húdd og hönnun framhásingar tryggja gott aðgengi að olísíum, og olíukvarðanum. Aðgengi að vatnskassa og loftsíum er einnig gott sem auðveldar hreinsun og viðhald

Myndbandsleiðsögn í gegnum 5600 línuna (enskt tal)