• BXL1300_01
  • calibrator_free
  • headland_spreading
  • M2Wbase
  • M3Wplus
  • zurf_update_04

L1

L1 – Einfaldur tveggja skífu dreifari sem gefur mjög góð dreifigæði. Dreifarann er hægt að fá með Icon stjórntölvunni. Koma frá 700 – 1600 lítra og dreifa frá 6 – 18m.

L2 og L2W

L2 og L2W (W=með vigt) – praktískur dreifari sem gefur mjög góð dreifigæði. Dreifarann er hægt að fá með Icon eða Zurf tölvunni, Zurf er auðveldlega hægt að tengja við GPS sem saman með Section Control Standard (sem er staðalbúnaður) minnkar vinnslubreiddin beggja megin sjálfvirkt sem gerir það að verkum að dreifigæðin aukast til muna á mislaga túnum. Koma frá 700 – 2040 lítra og dreifa frá 6 – 24m. Upplagður fyrir bændur sem vilja vanda til verka.

M2 og M2W

M2 og M2W – Dreifarinn fyrir verktaka, taka frá 1550 upp í 3000 lítra með dreifibreidd frá 12 – 42 metra. Hægt er að bæta við Section Control Dynamic sem eykur dreifigæðin ef dreifa á meira en 24m.

Dreifigæði Bogballe

Það sem einkennir Bogballe dreifaranna eru mikil dreifigæði sem þakka má einstökum dreifibúnaði Bogballe.

Í stað þess að dreifa áburði frá miðju dreifarans þá dreifa Bogballe dreifarar inn að miðju sem tryggja 180° dreifingu á báðum skífum

Það er margt í umhverfinu sem hefur áhrif á dreifigæði áburðardreifara t.d. vindur, aksturslag, ójöfnur o.sv.fr. en vegna þess að dreifarinn setur 4 umferðir yfir sama svæði þá er búið að minnka skekkjur vegna umhverfisþátta til muna.

Vegna þess hvernig Bogballe snýr sínum skífum í dreifingu þá er einnig minni skekkja í áburðardreifingu við enda eða þar sem akstursleiðir mætast.

Kantdreifing

Bogballe kantdreifing virkar þannig að snúningsátt dreifiskífanna er breytt með einu handtaki, barka innan úr vél eða með rafmagni í gegnum stjórntölvu.

Bogballe bíður upp á tvær leiðir til þess að framkvæma kantdreifingu:
Mynd til vinstri Öfugur snúningur á báðum skífum þá er keyrt hálfa vinnslubreidd frá kanti/skurði – Dreift að skurðbakka
Mynd til hægri Öfugur snúningur á vinstri skífu og hægri hluti lokaður þá er keyrt við kant/skurðbakka – Dreift frá skurðbakka

Vinnslubreidd og magnstillingar

Allir Bogballe dreifara hafa 2 spjöld í sem opna og loka niður á dreifiskífurnar. Með þessu búnaði er tryggt að áburðurinn lendir á réttum stað á dreifiskífurnar sem tryggir rétta vinnslubreidd og magn hverju sinni.

Í prófunum hefur það sýnt sig að punkturinn þar sem áburðurinn fellur á hefur mikil áhrif á dreifigæðin og hefur þróunardeild Bogballe fundið það út að ef annað spjaldið opnar hraðar en hitt er hægt að halda dreifigæðum þó verið sé að breyta magni (kg/ha) á ferðinni, sem einmitt Section Control kerfið vinnur á.

Stjörntölva – Calibrator Icon

Icon stjórntölvan hentar M3, M2, L2 og L1 dreifara.
Með henni er hægt að taka út úr tölvunni upplýsingar um hvað er búið að vinna og hversu mikið var borið á.
Tölvan aðlagar rennsli að aksturshraða á tvo vegu
-Með hraðaskynjara út við hjól
-Með hraðamæli dráttarvélar með 7-pin ISO 11786 tengi.
Hægt er að stjórn skurðbakka dreifingu með tölvunni (aukahlutur)
Hægt er að rennslisstilla áburðardreifara á einfaldan hátt og stimpla gildi inn í tölvuna.
Með tölvunni fylgir prufubúnaður fyrir kornstærðir og kornstyrk sem nýtist ef að þörf er á að fletta upp áburði í dreifikorti

Stjórntölva – Calibrator Zurf

Zurf tölvan kemur með öllum vigtardreifurum
Zurf framkvæmir allt sem Icon gerir en að auki
Sér Zurf um að rennslisstilla dreifarann jafnóðum (vigtardreifarar)
Vigtin mælir stöðugt, saman með tölvunni slær á allar skekkjur sem annars kæmu vegna halla eða mishæða í landi
Með Zurf tölvunni og Zurf forritinu er hægt að skipuleggja vinnuna heima áður en farið er út á tún, áburðaráætlun er einfaldlega sett inn í forrit sem fylgir með og usb lykill notaður til að færa þær upplýsingar inn í Zurf tölvuna, og hægt að taka upplýsingar aftur yfir í PC tölvu

GPS stýring frá Bogballe

Mikið atriði í áburðardreifingu er að skörun á milli ferða sé rétt nokkrir metrar til eða frá geta aukið skekkjuna upp fyrir æskileg dreifigæði. Þó að smíðsaugað sé oft gott þá getur það blekkt mann. Margir kjósa að hafa stakt gps tæki til að finna akstursleiðir sem hjálpar mikið.
En með því að hafa gps tækið samtengd dreifaranum er hægt að auka nákvæmni við áburðargjöf margfalt…
-Tækið opnar eða lokar dreifaranum á réttum stað þegar keyrt er út í áður áborið svæði
-Tækið minnkar eða eykur vinnslubreiddina eftir því sem við á með section control tækninni
Aðeins þarf að keyra úthring eftir auganu og ýta 2svar á start/stop takka í upphafi og við lok hvers verks.
Gps tækni Bogballe er keyrð í android smáforriti svo kaupa þarf spjaldtölvu sem nýtist þá sem skjár og stýring fyrir dreifarann. Spjaldtölvuna er síðan hægt að nýta í önnur verk þegar dreifingu er lokið.
Smelltu til að sækja Android snjallforrit frá Bogballe

Fleygdreifing

Section Control Standard kemur með öllum Bogballe dreifurum
Með þessum búnaði er hægt að aðlag áburðardreifingu að mislaga túnum á einfaldan máta upp að 24 metra vinnslubreidd. Ef nota á fleygdreifibúnað yfir þeirri vinnslubreidd er mælt með Section Control Dynamic.

Á þessari mynd til vinstri sést hvernig Section Control Standard virkar í raun.
Á myndinni eru þrjár magnkúrfur

  • Græna kúrfan næsta vegi er kantdreifingin
  • Rauða kúrfan fjær vegi er venjuleg dreifing
  • Skyggða svæðið er síðan Section Control Standard sem minnkar eftir því sem lengra er ekið inn í fleyginn

Vélar og tæki

Skoðið úrval véla og tækja Jötunn Véla


Placeholder
Placeholder
Placeholder
Placeholder
Placeholder
Placeholder
Placeholder
Placeholder
Placeholder
Placeholder
Placeholder