• banner1
  • banner2
  • banner3

NOVACAT miðjuhengdar diskasláttuvélar

Öflug – einstök landfylgni.

Miðjuhengt sláttuborð með vökva eða gormafjöðrun tryggir auðvelda og nákvæma stillingu þyngdaryfirfærslu sláttuvélarinnar. Sláttuborðið er þunnt og hnífarnir festir með hraðfestingum eins og á öðrum Pöttinger sláttuvélum sem gerir kleift að skipta um hníf með einu
handtaki. Novacat sláttuvélin er fáanleg með „Extra Dry“ knosaranum sem hægt er að setja á og taka af með örfáum handtökum, einnig er hægt að kaupa knosaran eftirá og setja á Novacat vélar sem hafa verið keyptar án knosara. Með knosaranum er hægt hvort sem er að taka grasið saman í skára eða dreifa því yfir allan teiginn og spara þannig umferð með heyþyrlu. Miðjuliðurinn er festur við sláttuborðið með tvöfaldri festingu sem eykur stöðugleika sláttuvélarinnar í slætti og gerir vélina sterkari. Auðvelt er að tengja sláttuvélina við dráttarvélar og á einfaldan hátt er unnt að stilla beislisbolta sláttuvélarinnar þannig að hún vinni vel óháð sporvídd og dekkjabreidd dráttarvélar.

Þyngdaryfirfærsla Novacat 265-350 sláttuvélanna er með stillanlegum gormum en gormarnir hafa þann kost að svara fyrr breytingum á undirlagi en vökvatjakkar geta vegna mótstöðu vökvakerfisins. Á Novacat 402 og 442 er þyngdaryfirfærslan með vökvatjökkum þar sem lengd armsins út í sláttuborðið er orðin lengri og láréttari en notkun gorma ræður við.

NOVACAT vélarnar eru allar fáanlegar með EXTRA DRY knosurum sem henta grasi einstaklega vel. V-laga járnfingurnir tryggja stöðugt flæði í gegnum vélina, auðvelt er að stilla mótspjald sem hefur áhrif á hversu mikið heyið er knosað. Hægt er að taka knosarana til að létta vélina ef ekki á að nota búnaðinn.