• banner7
  • banner8
  • banner9

NOVADISC hliðarhengdar diskasláttuvélar

Einföld og léttbyggð – mikil sláttugæði.

Novadisk sláttuvélarnar frá Pöttinger eru léttbyggðar diskasláttuvélar frá Pöttinger án skíðis á innri enda sláttuborðsins þar sem drifið er tekið niður í sláttuborðið fyrir aftan fyrsta sláttudiskinn og með því lágmörkuð hætta á uppsöfnun á grasi við slátt og akstur með sláttuvél yfir sleginn teig. Sláttuborðið er látið síga með einvirkum vökvatjakk og leggst það fyrst niður fjærst dráttarvélinni til að hlífa grassverðinum. Ekki er þörf á að hækka eða lækka þrítengisbeisli þegar lyfta þarf sláttuborðinu í teigi heldur er slíkt gert með vökvatjakknum á sláttuvélinni.

  • Hnífaskipti framkvæmd með einu handtaki.

  • Öflugt en þunnt sláttuborð án skíðis með vel formuðumdiskum sem tryggja jafnt og gott flæði grassins aftur.

  • Gormaútsláttur á sláttuborði aftur við ákeyrslu.

  • Stillanleg þyngdaryfirfærsla með gormum tryggir réttanþrýsting á yfirborði spildu eftir aðstæðum.

  • Sláttuborði lyft og það látið síga með vökvatjakk – enginþörf á að hreyfa lyftubeisli við slátt.

  • Auðvelt er að setja vélina aftan í dráttarvélar meðstillanlegum boltum í þrítengisramma vélarinnar.

  • Vélin er tengd við dráttarvélina með Kat II beisliskúlum.

DISC kerfið á Pöttinger Novadisc sláttuvélunum gerir notendanum kleift að lyfta sláttuborðinu frá jörðinni einungis með notkun vökvatjakksins á sláttuvélinni. Engin þörf er á að lyfta þrítengisbeisli dráttarvélarinnar. Þar sem sláttuborðið kemur fyrst niður fjærst dráttarvélinni hlífir búnaðurinn grassverðinum og dregur úr hættu á skemmdum á nýræktum.

Novadisc eru léttbyggðar og öflugar diskasláttuvélar sem eru auðveldar í notkun jafnvel með litlum dráttarvélum.