• banner1
  • banner2
  • banner3

Pöttinger Sláttuvélar

NOVADISC hliðarhengdar diskasláttuvélar frá 2,2 til 3,88m vinnslubreidd

NOVACAT Miðjuhengdar diskasláttuvélar frá 2,62 til 4,3m vinnslubreidd

NOVACAT F framdiskasláttuvélar frá 2,62 til 3,46m vinnslubreidd

NOVACAT T dragtengdar diskasláttuvélar frá 3,04 til 3,46m vinnslubreidd

Aðeins um Pöttinger sláttuvélar

Allir bændur þekkja vel mikilvægi mikilla fóðurgæða gróffóðursins sem fóðrað er með. Pöttinger sláttuvélarnar leggja sitt lóð á vogarskálarnar til að þetta takist með miklum sláttugæðum sem byggist á þrautreyndri tækni fyrirtækisins. Mikil jarðfylgni og gott flot vélanna í drætti ásamt þunnu sláttuborði gerir notendum kleift að slá með miklum afköstum jafnvel á mjög ójöfnum spildum. Einfaldar stillingar og aðlögunarhæfni vélanna tryggja góðan árangur. Ekki hefur verið skíði á innra drifi sláttuborðs Pöttinger sláttuvélanna í fjölda ára þar sem hönnun vélanna tryggir góða og jafna þyngdardreifingu á allri vinnslubreidd vélanna.
Sláttuborðið
Uppbygging sláttuborðsins er einstök. Drifið í sláttuborðinu er uppbyggt af driftannhjólum undir sláttudiskunum og millihjólum sem færa aflið á milli drifhjólanna. Mikið er lagt up úr því að stærð drif og millitannhjólanna sé sem líkust þar sem þetta gerir að hiti í sláttuborðinu verður jafnari sem eykur endingu lega og dregur úr hávaða. Annar kostur sem fylgir ámóta stærð allra tannhjólanna er að það eru alltaf 2,5 tennur sem grípa saman og færa aflið áfram sem gerir driflínu sláttuborðsins mun sterkari en ef mikill stærðarmunur væri á tannhjólunum og færri tennur gripu saman í hvert skipti. Hæð sláttuborðsins mjög lítil sem
hefur í för með sér að ekki er þörf að steypa vélunum fram ef notendur vilja slá snöggt en þetta tryggir að á ósléttum spildum verður mun minna um að sláttuhnífarnir rífi upp jarðveg og rætur þar sem vélin flýtur mun betur yfir ójöfnur þegar ekki þarf að steypa henni fram. Allir hlutar sláttuborðsins eru útskornir með tölvustýrðum skurðarvélum sem tryggja mikla nákvæmni sem kemur fram í aukinni endingu.

Hnífaskipti eru einföld. Með sérverkfæri sem fylgir vélunum er fjöðrin sem heldur hnífnum spennt niður, gamli hnífurinn fjarlægður og nýr settur í.

Flestar sláttuvélanna sem hannaðar eru fyrir sláttuknosara eru þannig útbúnar að auðveldlega má taka knosaran af þegar ekki er þörf fyrir þá. Eins er hægt að kaupa knosara seinna og setja á Novacat sláttuvélina ef viðskiptavinir sjá sér hag í slíku.

Álíka stór tannhjól í sláttuborði flytja aflið létt og hljóðlítið í gegnum sláttuborðið og tryggja samtímis mikinn styrk þar sem fleiri tennur grípa saman á álíka stórum tannhjólum en þegar stærðarmunur er mikill.

Vélar og tæki

Skoðið úrval véla og tækja Jötunn Véla


Placeholder
Placeholder
Placeholder
Placeholder
Placeholder
Placeholder
Placeholder
Placeholder
Placeholder
Placeholder
Placeholder