• banner13
  • banner14
  • banner15

Pöttinger Snúningsvélar

HIT lyftutengdar snúningsvélar með vinnslubreidd frá 4,4 til 8,6m (4-8 diskar)

HIT T dragtengdar snúningsvélar með vinnslubreidd frá 5,4 til 8,6m (4 -8 diskar) einnig til á vagni frá 10,6 til 12,7m (10 eða 12 diskar)

Aðeins um Pöttinger snúningsvélar

Það er einkannandi fyrir allar HIT heyþyrlunar að við hönnun þeirra er lagt mikið upp úr styrk vélanna en á sama tíma létta byggingu sem gerir notendum kleift að nota til þess að gera litlar dráttarvélar fyrir framan lyftutengdu útfærslur heyþyrlanna. En það er ekki einungis styrkurinn sem hugsað er fyrir við hönnun heyþyrlanna, við hönnunina er mikið lagt upp úr að hámarka endingartíma vélanna en ítarlegar prófanir eru gerðar á vélunum í prófunarstöð Pöttinger þar sem látið er reyna á hvern einstakan hlut burðarvirkis vélanna dögum og vikum saman. Tindar vélanna eru mislangir (ytri lengri) til að tryggja jafna vinnslu grassins og lágmarka óhreinindi í fóðrinu auk þess má nefna að fleiri stjörnur pr. meter vinnslubreiddar eru hjá Pöttinger en hjá flestum keppinautanna en það stuðlar að betri snúningi grassins. Tindarnir eru 9,5mm sverir, eru með stóru þvermáli fjaðurhringsins til að auka endingu og hægt er að stilla afstöðu þeirra í festingunni. Auk þess eru allar Pöttinger tindafestingar búnar tindaöryggi sem kemur í veg fyrir að tindurinn detti í teiginn ef að hann skildi brotna í fjaðurhringjunum.

Multitast nefhjól eru líka fáanleg á HIT heyþyrlunnar til að tryggja góða og jafna vinnslu á ósléttum spildum.

Pöttinger leggur mikla áherslu á að málingarvinna sé góð sem tryggir góða endingu og hátt endursöluverð