• banner13
  • banner14
  • banner15

Pöttinger Snúningsvélar

HIT lyftutengdar snúningsvélar með vinnslubreidd frá 4,4 til 8,6m (4-8 diskar)

HIT vélarnar eru nálægt dráttarvélinni sem auðveldar lyftingu og akstur. Ramminn gengur í leiðara sem tryggir að vélin slæst ekki til í flutningi

Aðeins um Pöttinger snúningsvélar

Tindararmar eru sveigðir aftur sem tryggir betra flæði grassins og jafnari dreifingu. Með þvi að “draga” tindinn í stað þess að ýta með hinum sparast orka. Innri bolti tindaarms festur beint í keilutannhjól tryggir minna álag á tindadisk og lengra millibil á milli ytri og innri bolta. Tindadiskur stansaður en ekki sléttur sem margfaldar styrk hans. Pöttinger vinnur mikið með litlar stjörnur sem endast mun betur en stórar því álagið á þær er miklu minna auk þess sem þær eiga auðveldara með að fylgja ósléttu landi án þess að rekast í jarðveg. Pöttinger nota drifliði í staðinn fyrir fingraliði á innri stjörnunar þar sem álagið er mest þar sem fingraliðir slitna fljótt ef álag er mikið sem hefur áhrif á samvinnu stjarnanna í vinnslu. Pöttinger nota fingraliði eingöngu á ystu stjörnur ef nauðsynlegt er að velta stjörnunum í flutning um 180°. Heyþyrlurnar eru nálægt traktornum sem er mikilvægt þegar notaðir eru litlir traktorar við lyftutengdar heyþyrlur. Þannig minnkar vogaraflið og auðveldara er að lyfta og keyra með vélina. Nefhjól er áhugaverður valkostur á tætlur líka því með rétt stilltu nefhjóli er öruggt að vélin fer ekki of neðarlega þó ökumaður láti beisli síga of mikið, ásamt því að vélin fylgir landinu enn betur því fjarlægð frá tindum í það er mjög stutt.

Multitast nefhjól eru líka fáanleg á HIT heyþyrlunnar til að tryggja góða og jafna vinnslu á ósléttum spildum. (ath mynd af HIT T vél)

Pöttinger leggur mikla áherslu á að málingarvinna sé góð sem tryggir góða endingu og hátt endursöluverð

Vélar og tæki

Skoðið úrval véla og tækja Jötunn Véla


Placeholder
Placeholder
Placeholder
Placeholder
Placeholder
Placeholder
Placeholder
Placeholder
Placeholder
Placeholder
Placeholder